Google Translate, Þú: 1 – tungumál: 0

Google Translate er eitt af þeim forritum sem Google  hefur gefið út og notast við marga af þeim eiginleikum sem translate.google.com notfærir sér. Google Translate appið leyfir þér að taka upp orð og fá svo símann til að þýða textann yfir á önnur tungumál. Appið getur svo lesið upphátt þýdda textann yfir á nokkrum öðrum tungumálum þar á meðal er japanska, franska, danska og mörg önnur tungumál.

Appið býður upp á…

  • Tal yfir í texta
  • Orðabókarupplettingar
  • Texta yfir í tal
  • Romanization (breyta táknum yfir í vestræna stafi)
  • Þýðingarsaga og stjörnugjöf.
  • Þýðingu á smsum
Þetta app er mjög sniðugt fyrir ferðalög í löndum sem ferðalangurinn er ekki alveg með tungumálakunnáttunna upp á 100 en einnig er það mjög skemmtilegt þegar það tekur upp vitlaust það sem maður er að reyna að þýða og eitthvað allt annað kemur út! Þakkanlega biður forritið þig um að staðfesta þýðingar áður en það segir upphátt það sem þú biður um.

Það helsta sem vantar inn í þetta forrit er þýðing á emailum sem myndi vera mjög sterkur leikur og gera þetta app en betra og nytsamlegra.

Þetta forrit er til fyrir iPhone og Android.

http://itunes.apple.com/us/app/google-translate/id414706506?mt=8