микрозайм 5000 рублей микрозаймы онлайн на счет микрозайм онлайн на карту круглосуточно микрозаймы в спб микрозаймы под низкий процент займы онлайн наличными срочные займы на счет займы онлайн на счет срочный займ за 15 минут микрозаймы спб займы на счет онлайн микрокредит qiwi мгновенные займы микрозаймы срочно микрозайм онлайн на счет займы онлайн наличными микрозаймы онлайн наличными

Google kaupir Motorola

Hlini 15/08/2011 2

Rétt í þessu var tilkynnt að Google muni kaupa Motorola Mobility en það er farsímahluti Motorola. Því fylgir allir símar sem Motorola framleiðir og spjaldtölvur. Motorola Solutions sem eru fjarskiptalausnahluti Motorola er ekki inn í þessum kaupum og mun starfa áfram sem slíkt sér frá farsímahlutanum sem Google mun eignast.

Google er búið að binda sig að kaupa hvern hlut í motorola á genginu 40 dali en það er cirka 63% hærra en gengið í mörkuðum en virði þessa kaupa mun vera 1.439 milljarðar króna. Þetta er stærstu einstöku kaup Google frá því að fyrirtækið var stofnað fyrir fimmtán árum síðan. Þetta eru án efa stærstu fréttir ársins í tækniheiminum því með þessum kaupum mun Google sitja beggja vegna borðsins sem eigandi og framleiðandi Android stýrikerfisins og svo núna sem einn stærsti framleiðandi snjallsíma sem keyra Android.

Miklar vangaveltur eru uppi hver framtíðin verður en samkvæmt bloggi sem google heldur úti mun Motorola halda áfram að starfa sem sér eining og ekki er planið um sinn að Motorola verði deild innan Google. En Google Nexus símarnir sem hafa verið notaðir til grundvallar fyrir nýjar gerðir af símum fyrir Android og hafa hingað til verið framleiddir af HTC og Samsung. Því liggur fyrir að þegar að Google eignast sinn eiginn símaframleiðanda að þessir símar verði framleiddir og hannaðir af Motorola.

Við hér á íslandi höfum lítið orðið var við Motorola síðan Razr-inn hætti í sölu hér. Í Bandaríkjunum hefur Motorola verið einn af stóru aðilunum á markaðnum með síma eins og Droid og Triumph en þeir eru rúmlega einn af hverjum fjórum android símum sem seldir eru þar í landi.

Hvað sem framtíðin ber í skauti sér þá verðum við að bíða og sjá hvort þessi kaup skili sér í jákvæðri þróun fyrir Android eða í heilbrigðari samkeppni á farsímamarkaði.

Heimildir: Engadget og Google Blogg

 

2 Comments »