Google Catalogs kynnt til sögunnar

 Google kynnti í gær Google Catalogs, nýtt verslunarforrit sem er einskonar risa vörulisti, en margar af stærstu verslunarkeðjum bandaríkjanna taka þátt í þessu verkefni. Meðal þeirra eru Anthropologie, Bare Escentuals, Bergdorf Goodman, Macy’s, Neiman Marcus, Nordstrom, Pottery Barn, Saks Fifth Avenue og Sephora. Þarna eru vörulistar þessara fyrirtækja settir upp á stafrænan hátt. Margir flokkar af vörum eru í boði, allt frá fatnaði og skartgripum yfir í gjafavöru. Ekki gagnast þessi útgáfa þó okkur á Íslandi mikið en ekki er ólíklegt að Google fjölgi löndum og þátttakendum og ekki er ólíklegt að nýjungagjarnir íslenskir verslunarmenn taki þessu fagnandi.

 

Google Catalogs er fáanlegt í bandarísku verslun Apple og er einungis í boði fyrir iPad, fyrst um sinn.

 

Hér fyrir neðan má svo sjá kynningarmyndband frá Google:


Heimildir: Google Blog , Ubergizmo