Framsókn kemur úr torfkofanum!
Ljóta stjúpsystir Sjálfstæðisflokksins (Framsókn) hefur stigið sín fyrstu skref í átt að framtíðinni og búið til app fyrir flokksmeðlimi sína sem virkar fyrir Android snjallsíma!
Appið er það sem mætti kalla efnismiðlara, eða einfalt forrit, sem safnar öllu efni frá Framsókn sem hægt er að skoða í snjallsímum á einn stað. Þar má meðal annars skoða blogg flokksins, blogg Sigmundar, Facebook síðu og YouTube aðgang þeirra.
Simon.is hrósar Framsókn fyrir þetta frábæra framtak og vonast til að sjá svipað frá hinum flokkunum! Ekki væri verra ef VG myndi koma sér upp appi til að horfa á RÚV í svarthvítu og að Samfylkingin myndi smíða “Hver er borgarstjóri Reykjavíkur núna?” app.
Hægt er að nálgast appið hér.
//Þetta er föstudagsflipp Simon.is og er skrifað í smá gamni. Við erum ekki að reyna særa neinn :) Þetta er alvöru app og er áhugavert fyrir þá sem eru í Framsóknarflokknum.