Nýtt Facebook samskiptaforrit í snjallsímann
Í gær gaf Facebook út app fyrir Android og iOS (iPhone, iPad og iPod touch) sem er byggt á skilaboðahluta Facebook síðunnar. Helstu fídusar appsins eru meðal annars skilaboðasendingar þar sem maður sendir skilaboð til Facebook vina og sms til þeirra sem ekki eru í Facebook vinahópnum. Þá býður forritið upp á hópspjall þar sem staðsetning hvers og eins kemur fram á korti. Þetta er möguleiki sem Facebook sér fyrir sér að fólk noti til dæmis til að skipuleggja hitting með skömmum fyrirvara. Síðast en ekki síst er hægt að senda myndir í appinu.
Undirritaður hefur enn ekki prufað appið en hyggst gera það á næstu dögum ásamt meðlimum Símon.is. Þegar reynsla verður komin á appið munum við segja ykkur nánar frá því. Það fyrsta sem mér dettur í hug er að þetta sé tilgangslaust með öllu. Nú þegar er ég (og væntanlega flestir snjallsímaeigendur) með Facebook app í símanum. Þar get ég sent skilaboð. Þá get ég sent sms í símanum mínum og myndir í gegnum mms eða tölvupóst.
Ég er meira en til í að éta þessi orð ofan í mig reynist þetta app hið mesta þarfaþing. Þar til reynsla er komin á þetta ætla ég að halda því fram að þetta sé tilgangslaust “flopp”.