Er Angry Birds 138 milljarða virði?

Margt smátt gerir eitt stórt segir máltækið og það er svo sannarlega raunin með finnska tölvuleikinn Angry Birds. Þessi símaleikur hefur nú selst í yfir tólf milljón eintökum og ef marka má nýjust fréttir er það bara byrjunin. Framleiðandi leiksins, Rovio, vinnur nefnilega að því að auka fjármögnun fyrirtækisins til að takast á við stærri og metnaðarfyllri verkefni fyrir fuglana reiðu. Electronic Arts, Disney og Zynga eru taldir líklegustu fjárfestarnir. Talið er að Rovio geti jafnvel aukið hlutafé fyrirtækisins upp í 1.2 milljarða bandaríkjadala eða 138 milljarða íslenskra króna. Ef þetta gengur eftir þá þurfum við varla að bíða lengi eftir Angry Birds kvikmyndinni, þáttunum, bókunum og svo framvegis. Einnig er mikill áhugi hjá Rovio að fara með leikinn inn á Kínamarkað. Svo héldu sumir að Angry Birds æðið væri að deyja.

 

Heimildir:

Bloomberg

Joystiq