Ætli þetta sé iPhone5?

Hér má sjá myndband þar sem einhver virðist finna falinn hlekk á þýsku vefsíðu Apple sem opnar nýja síðu um iPhone5 með myndum og öllum upplýsingum.

Það kom svo í ljós að þetta myndband er feik. Hægt er að sjá aðra vefslóð alveg í byrjun á myndbandinu sem sýnir að vefsíðan er geymd á harða disk þess sem tekur upp myndbandið (file:///Users/peter/Desktop/…). Spurning hvort það hafi verið viljandi skilið eftir?