5 Skemmtilegir leikir á Android

Það er til endalaust magn af leikjum fyrir símann þinn og með tímanum bætist bara við þetta safn leikja. Hér eru þeir leikir sem við skemmtum okkur einna best við að spila þessa dagana og við mælum með að þið prófið.  Hver vill ekki geta tekið þátt í leikja umræðunni þegar þið standið upp frá vinnu til að fá ykkur kaffi?

_____________________________________________________________________________________________

Uniwar – Kostar $4.99

Ef Starcraft væri turnbased leikur væri hægt að kalla þennan leik Starcraft fyrir farsíma. Uniwar er herkænsku leikur þar sem keppendur skiptast á að hreyfa kallanna sína en leikurinn  snýst um að byggja upp her og taka yfir herstöðvar andstæðingsins. Herstöðvarnar eru fastir punktar sem hefur verið dreift um kortið, liðin hafa sína upphafs stöð og auk þess eru oftast nokkrar hlutlausar stöðvar hér og þar. Í leiknum keppa pöddur, vélmenni og menn um heimsyfirráð og er hann fínasta skemmtun. Hægt er að spila við félaga en endingin í leiknum er frekar slöpp þegar kemur að því að spila einn.

_____________________________________________________________________________________________

Bonsai Blast – Frítt

Mjög skemmtilegur leikur í anda Bubbles, snýst um að skjóta litabolta í raðir sem hreyfast hægt og útrýma þeim áður en þær komast að leiðarenda. Línurnar ýtast hægt og rólega áfram þegar fleiri boltar troðast inn á kortið og því þarf maður að vanda sig en flýta sér einnig. Leikurinn er mjög litaður af asískum hugmyndum með mjög skærum litum auk ágætis asískri tónlist sem spilast undir. Eins og í Bubbles þarf keppandi að koma þrem samstæðum boltum saman í röð svo að þeir hverfi en til þess er einnig hægt að notfæra sér ýmsa bónusa sem keppandi kemst yfir í leiknum. Margar mismunandi tegundir borða sem eru mis-erfið.

_____________________________________________________________________________________________

Angry birds – Frítt

Vinsælasti farsímaleikurinn í dag á Iphone og Android símum, markmiðið er að fleygja fuglunum í átt að kastölum svínanna sem hafa staflað upp efni til þess að verja sig gegn….rigningu? Það er allavega víst að þessi svín hafa ekki eytt löngum stundum í verkfræði en einbeitt sér að arkítekt til að koma upp glæsilegum kastölum sem hrynja við að fá fugla í sig. Keppandi fær nýja fugla sem hafa mismunandi eiginleika því lengra sem komist er áfram í leiknum og eins og með flesta leiki þá verða borðin flóknari sem á líður. Hljóðin í leiknum eru svo einstaklega krúttleg.

Áhuginn fyrir Angry Birds er svo mikill að einhver aðdáendi tók sig til og færði leikinn yfir í köku.

_____________________________________________________________________________________________

Word with friends – Frítt

Scrabble er skemmtileg spil, en getur verið tímafrekt. Með Word with friends geturu spilað við vini þína hvenær sem er og tekið þér eins langann tíma og þér langar til að hugsa um orðaraðanir, eða til að skoða orðabók. Stórskemmtilegur og einfaldur leikur sem við hvetjum fólk til að spila.

Við vörum þó við að mikið hatur getur skapast í garð vina þinna þegar þeir fleygja út orðum eins og QI og fá 30+ stig, mjög mikið hatur.

_____________________________________________________________________________________________

WordUp! – Frítt

Orðarugl, snilldar leikur sem nánast allir geta týnt sér í. Keppendur geta valið sér spilatíma og hversu stórt borð þeir vilja. Svo keppast þeir við að finna sem flest orð á þessum tíma og síminn skráir niður úrslitin til að gera þetta svolítið spennandi.

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] fært okkur Facebookleiki eins og Farmville, Cityville, Mafiwars sem og keypt leiki á borð við Word with friends sem við fjölluðum um í ágúst í […]

Comments are closed.