App Store HD

Mikil aukning niðurhals í App Store

app store logoHver notandi iOS stýrikerfanna (iPhone / iPad) mun sækja 83 apps á þessu ári miðað við 51 að meðaltali árið 2010. Þetta jafngildir ríflega 60 prósent aukningu á milli ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greiningu Gene Munster sérfræðings hjá Piper Jaffray greiningarfyrirtækinu.

Í greiningu Munsters kemur einnig fram að ekki þarf að greiða fyrir 82 prósent af applications í App Store. Þau átján prósent forrita sem þarf að greiða fyrir kosta að meðaltali 1,44 dollar eða um 170 krónur á gengi dagsins.

Þá kemur fram áhugaverður punktur í greiningunni, að þau 30 prósent sem Apple fær af hverju seldu application skila einungis einu prósenti af heildartekjum fyrirtækisins. Einhverjir hefðu haldið að verslunin ætti stærri þátt í tekjuöflun fyrirtækisins, meðal annars undirritaður.

 

Heimild: CNN Money