Verð á gagnaáskriftum – gamalt
Þegar maður er farinn að nota þessa smartsíma af einhverju viti þá er óhjákvæmilegt að skoða aðeins gagnapakkana sem símafyrirtækin bjóða uppá. Við tókum saman verð á þessum pökkum hjá íslensku fjarskiptafyrirtækjunum og eins og sést í töflunni að neðan er verðmunurinn ótrúlega lítill. Sama krónutalan hjá Vodafone og TAL en Síminn og Nova eru með aðeins betri verð á minni pökkunum. Munurinn er þó það lítill að ólíklegt er að verð á gagnamagni geti orðið “make or break” þegar það kemur til þess að velja á milli símfyrirtækja.
Verð á gagnapökkum fyrir gsm áskriftir, verð í íslenskum krónum.
Til gamans voru líka skoðuð verð hjá ýmsum erlendum fjarskiptafyrirtækjum og sést þar mjög vel hvað verðin eru frábær hérna á klakanum. Gagnamagnspakkarnir eru þó ótrúlega misjafnir og fylgir hér að neðan tafla sem sýnir verðin hjá tveimur fyrirtækjum í Bandaríkjunum, tveimur í Danmörku og einu á Spáni. Þess ber að geta að öll verð í þessari grein eru verð á gagnamagni í síma. Ef tekin væru fyrir verð á gagnamagni í 3G netlykla yrðu verðin önnur.
Verð á gagnapökkum fyrir gsm áskriftir, verð í íslenskum krónum. Þegar þetta var reiknað í íslenskar krónur var gengið : USD = 115, EUR = 162 og DKK = 22. Hjá Telenor er einhver endurskoðun í gangi og er 400mb pakkinn nýr og mun hagstæðari en 500mb pakkinn.
Almennt telur fólk það vera mjög dýrt að nota símann sinn til að vafra á netinu, en það er það alls ekki a.m.k. ekki hér á klakanum svo við getum farið að leiðrétta þennan misskilning.
Þá er nauðsynlegt að setja varnagla á að þó það sé ódýrt að vera á netinu í símanum hérna heima, ef þið farið erlendis og notið netið í gegnum reikisamning – verið tilbúin að borga handlegg fyrir það við heimkomu!
Ef það hefur farið fram hjá einhverjum, þá er gott að minnast á sérstakar farsímaútgáfur af vefsíðum sem standa stundum til boða. Þessar síður eru töluvert minni að stærð (minna niðurhal) og passa líklega mun betur á skjáinn á símanum.
Tökum sem dæmi síðurnar mbl.is og visir.is. Á þessu augnabliki sem þessi frétt er skrifuð er heimasíða mbl.is 75KB og visir.is 197KB. Á farsímanum nota ég frekar m.mbl.is sem er 34KB og m2.visir.is sem mælist 32KB. Þegar ég skoða þessar síður oft á dag þá munar töluverðu á þessu, sérstaklega á vefsíðu vísis.
Við munum brátt taka saman lista yfir góðar farsímavænar síður og birta hér á síðunni hjá okkur.
Heimildir:
http://www.vodafone.is/ http://siminn.is/ http://www.nova.is/content/ http://tal.is/ http://www.att.com/ http://www.verizonwireless.com/b2c/index.html http://tdc.dk/ http://www.telenor.dk/ http://vodafone.es/particulares/