Entries by Andri Valur

SpeedyKey: nýtt lyklaborð á íslensku fyrir iPhone og iPad

iOS notendur hafa lengi horft með öfund á Android síma og spjaldtölvur vegna þeirra fjölmörgu valmöguleika sem eigendur þeirra hafa hvað varðar lyklaborð. Eftir útgáfu iOS 8 hafa Apple aðdáendur loks tækifæri til að njóta sama frelsis. SpeedyKey er lyklaborð sem hannað er af einsmannsteyminu honum Eiriki Meitilberg frá Færeyjum, og er sérhannað með tungumál […]

Angling iQ nýtt íslenskt app fyrir stangveiðimenn

Angling iQ er nýtt íslenskt app fyrir stangveiðimenn. Appið gefur notendum kleift að skrá aflann í snjallsíma og deila upplýsingum eins stærð fiska og á hvaða agn þeir bitu. Einnig heldur appið utan um vatnasvæði, veiðiferðir og myndir úr veiðinni. Þegar maður opnar appið í fyrsta sinn byrjar maður á að búa sér til notanda-aðgang. […]

Eurovision appið er nauðsynlegt fyrir kvöldið

Fyrir Eurovision aðdáendur er bráðnauðsynlegt að sækja Eurovision appið áður en keppnin hefst í kvöld. Microsoft stóð að gerð appsins en tölvurisinn sér um öll tæknimál Eurovision. Í appinu er hægt að fylgjast með niðurstöðum kosninganna, nálgast texta allra laga og finna ýmsar upplýsingar um keppendur. Þá er hægt að nálgast karókí útgáfu af lögunum […]

Apple að byrja með eigið áskriftarsjónvarp?

Apple stefnir á að setja á fót eigið áskriftarsjónvarp yfir netið, síðar á árinu, ef marka má nýlegar fréttir í erlendum miðlum. Rætt er um að þetta verði einhvers konar samansafn af dagskrá u.þ.b. 25 stórra bandarískra sjónvarpsstöðva eins og CBS, ESPN, Fox ofl. Á þetta verður svo hægt að horfa yfir netið í tækjum með iOS […]

Apple Watch kemur í verslanir í apríl

Fyrir stuttu lauk Apple viðburðinum þar sem Apple kynnti ýmsar nýjungar. Þar á meðal voru Apple Watch úrin kynnt nánar, en þau höfðu áður verið kynnt að einhverju leyti. Við höfum áður sagt frá úrunum og því helsta sem um þau var vitað og við hverju mætti búast á kynningunni í dag. Það var í raun tvennt varðandi […]

Apple úrið kynnt 9. mars

Apple boðaði fyrr í dag fjölmiðla á kynningu mánudaginn 9. mars næstkomandi. Er kynningin undir heitinu “Spring forward”. Það er yfir allan vafa hafið að þarna mun Apple koma með öll smáatriði varðandi væntanlegt snjallúr. Hingað til hefur ýmsum spurningum verið ósvarað, t.d. varðandi verðlagningu og hvenær úrið eða úrin koma á markað. Við fáum svar […]

Settu mikilvægar heilsufarsupplýsingar í iPhone

Meðal nýjunga í iOS 8 sem Apple kynnti nú í haust er Health appið. Í stuttu máli má segja að appinu er ætlað að vera miðstöð fyrir allar helstu heilsufarstengdar upplýsingar sem notandi símans vill safna. Fer slík gagnasöfnun ýmist fram með öðrum öppum þaðan sem upplýsingar eru fluttar yfir í Health appið eða notandi getur slegið […]

Youtube prufar myndbönd með mörg sjónarhorn

Nú hefur Youtube birt fyrsta myndbandið sem hægt er að horfa á frá mörgum sjónarhornum. Þetta er nýjung sem Youtube er að prufa og má allt eins gera ráð fyrir að verði vinsæl í framtíðinni fyrir ákveðnar tegundir myndbanda eins og til dæmis tónlistarmyndbönd. Einnig getur maður séð fyrir sér að það sé mjög flott […]

Hvað verður heitast á CES raftækjasýningunni?

Stærsta raftækjasýning heims, CES (Consumer Electronics Show) hefst í Las Vegas á þriðjudaginn og stendur fram á föstudag, nánar tiltekið dagana 6. – 9. janúar.  Á þessari árlegu sýningu kynna framleiðendur allt það heitasta og nýjasta þegar kemur að tækni og verður sýningin í ár engin undantekning.  Það eru nokkrar vörur eða vörulínur sem talið er að verði […]

Myndasaga – Nýtt íslenskt app fyrir börn

Myndasaga – Búðu til sögu úr myndum og stöfum er nýtt app fyrir iPad frá íslenska hugbúnaðarhúsinu Gebo Kano. Um er að ræða app sem er svokallaður “sandkassi” þar sem börn hafa frjálsar hendur að skapa sína eigin myndasögu með myndum af persónum, hlutum, bókstöfum, táknum og fleiru sem finna má í appinu. Notandi getur […]