iPad Pro kominn til Íslands

Epli fékk fyrstu sendingu af iPad Pro á föstudaginn síðastliðinn, beint frá Apple og er einn af fáum aðilum sem munu hefja sölu á nýjum, stærri, iPad Pro en framboð verður takmarkað til að byrja með.

ipad pro

Um er að ræða nýja tegund í iPad vörulínunni frá Apple en tækniheimurinn bíður gjarnan óþreyjufullur eftir nýjustu vörum fyrirtækisins og er Ísland á meðal fyrstu 40 landanna sem fá iPad Pro til sölu. „Við höfum alltaf verið framarlega með iPad vörulínuna og hafa jafnvel erlendir gestir komið í verslanirnar til okkar til að næla sér í eintak” segir Bjarni Ákason framkvæmdarstjóri Epli.

12_9_ipad_ipads_light-800x450
iPad Pro er stærri en fyrri gerðir af iPad og er augljóst að Apple ætlar tækinu stóra hluti á markaðnum en Tim Cook, forstjóri Apple sagði fyrr í vikunni að hann sæi í raun ekki lengur þörfina fyrir hina hefðbundnu tölvu. Samhliða iPad Pro koma einnig út aukahlutir eins og lyklaborðshlíf og sérstakur Apple penni (pencil) sem fagaðilar á borð við Adobe, FiftyThree og Savage Interactive gefið framúrskarandi einkunn.

iPad Pro kemur til landsins fast á hæla 4.kynslóðar Apple TV, sem hefur farið gríðarvel af stað, og yfir 1000 eintök komin í dreifingu hjá EPLI í fyrstu vikunni.

iPad Pro kostar frá 150 þúsund (32GB) og að 200 þúsund krónur (128GB). Apple Pencil kostar 20 þúsund krónur.

iPad Pro og Apple TV4 eru einnig í sölu hjá Macland á Laugavegi.

Við fjölluðum ítarlega um iPad Pro í Tæknivarpi Kjarnans.