Hvað ætlar Apple að kynna á eftir?

 

Apple heldur í dag viðburð sem er kallaður Apple Special Event. Hann er haldin á haustin og þar hefur iPhone verið kynntur. Viðburðurinn er ótrúlega spennandi fyrir okkur tækjanördana og horfa margir á hann í beinni. Viðburður byrjar klukkan 17:00 staðartíma.

Nú í fyrsta sinn verður hægt að streyma viðburðinum í beinni á Windows 10 tölvum, en fram að þessu hefur það bara verið hægt í gegnum tæki frá Apple (Macbook, Apple TV,…). Við ætlum að streyma í gegnum nýja Apple úrið hans Andra.

Hvað ætli verði kynnt?

Við getum gert ráð fyrir því að endurbættar útgáfur af iPhone 6 og iPhone 6 plus verði kynntar. Símarnir fá S í nafnið sitt, halda sama útliti en fá uppfært innvols. Það leikur grunur um eftirfarandi:

  • Betri myndavél – fer úr 8 megapixlum í 12 megapixla
  • Betri fremri myndavél – 1,2 megapixlum í 5 megapixla
  • Sterkara ál – iPhone bognar síður
  • Force touch – skjár sem nemur mismunandi þrýsting (til að nýta til aðgerða)
  • Meira vinnsluminni – fer frá 1GB í 2 GB
  • Nýr litur: Rose Gold

Það verða þó ekki bara uppfærðir iPhone símar kynntir. Margir halda að nú komi nýtt Apple TV (4) og það mun loksins geta spilað tölvuleiki, nýtt sér App store og boðið upp á Siri. Einnig verður boðið upp á nýja fjarstýringu, sem verður hægt að nota til að stýra tölvuleikjum og verður með hljóðnema (fyrir Siri).

iPad Pro

Það er búið að tala um stærri iPad í nokkur ár, eða iPad pro, og nú virðist vera möguleiki á því aði hann verði kynntur! iPad pro á að vera með 12,9” skjá, sem er svipað og fartölvur nota. Mögulega fylgir honum stylus penni til að teikna með. Samhliða þessum iPad gæti verið að hinir verði uppfærðir og við fáum iPad Mini 4 og iPad Air 3. Það virðist samt bara vera lekar um iPad mini, en ekki Air.

Hvað með úrið?

Úrið fær kannski athygli líka. Orðrómur er um nýjar ólar fyrir úrið. Ekki er gert ráð fyrir því að úrið verið uppfært.

iOS9 stýrikerfið

iOS9 fær örugglega athygli, enda kemur uppfærsla á stýrikerfinu oftast út samhliða nýjum símum. iOS9 var kynnt á WWDC í vor og kom þar fram ýmislegt. Það helsta er:

  • Siri fær stóra uppfærslu
  • Maps fær líka stóra uppfærslu og stórar borgir fá leiðsögn (navigation)
  • Það tekur minna geymslupláss, eða 1,8GB (áður 4,6GB)
  • Betri rafhlöðuending með “Low power mode”
  • Ný leturgerð
  • Fullt af nýju dóti fyrir iPad, eins og stærra lyklaborð og on screen trackpad

Þetta er alveg heill hellingur sem má búast við á eftir og við verðum spenntir að fylgjast með á Twitter. Fylgið okkur á @simon_is