Vodafone býður nú upp á 500 megabita/s ljósleiðara

Vodafone býður nú fyrst fjarskiptafélaga á Íslandi upp á 500 megabita á sekúndu nethraða um ljósleiðara. Þetta er talsvert stökk frá 100 megabitunum sem voru áður í boði. Með þeim hraða er hægt að taka niður 1,5 gigabæti á 24 sekúndum, sem er algeng stærð á gögnum. Maður væri rétt yfir tvær mínútur að sækja nýjustu útgáfuna af OS X á þeim hraða. Þessi tenging er í boði á dreifikerfi Gagnaveitu Reykjavíkur (Ljósleiðarinn) og er samhraða tenging eða samanlagt 1 gigabit/s.

500 megabita/s mun kosta 13.490 kr. og henni fylgir með ótakmarkað gagnamagn sem er nýjung hjá Vodafone, sem fram að þessu hefur boðið upp á 1000 gigabæti gagnamagn mest.

Við viljum vekja sérstaka athygli á því að netbeinir (e. router) hefur veruleg áhrif á endanlega hraða. Búnaður verður að geta höndlað 500 megabita/s og bjóða dual-band þráðlaust net. Simon hefur góða reynslu af eftirfarandi netbeinum sem ættu að standa sig vel á 500 megabita/s hraða:

Vodafone mun samhliða þessari nýju áskrift taka nýjan netbeini í notkun sem styður aukinn hraða. Simon fær einmitt að prófa einn slíkan á næstunni og fjalla nánar um það á næstunni.

Simon óskar Vodafone til hamingju með nýjan hraða og vonar að önnur fjarskiptafélög fylgi hratt á eftir (he he).

Hér er svo ein skemmtileg auglýsing fyrir ljósleiðara í lokin.