Tæknivarpið: Milljónir áskrifenda Play Station fá íslenskan leik gefins

Íslenski tölvuleikurinn Aaru’s Awakening fæst nú gefins fyrir áskrifendur Play Station Plus og þeir sem ekki eru í áskrift geta keypt leikin í Play Station-búðinni á 14,99 dollara. Íslenska sprotafyrirtækið Lumenox hefur þróað leikin síðustu þrjú ár og fékk þetta stóra tækifæri á dögunum. Umsjónarmenn þessa afmælisþáttar eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Atli Stefán Yngvason og Bjarni Ben.

Þá er HBO Now, sem Tæknivarpið fjallaði um í síðasta mánuði, til umfjöllunar en það er nú komið í Apple TV. „Þetta er náttúrlega Rolls-inn í bandarísku sjónvarpi,“ fullyrðir Gunnlaugur Reynir. Þeir félagar ræða svo nýja snjallsíma og prófanir á þeim.

 


Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér til hliðar, á síðu Kjarnans eða fáðu alla þættina beint í tækið þitt með hlaðvarpsstraum Kjarnans.
Áskrift í iTunes
Sækja RSS-straum