Samsung Galaxy S6 og S6 Edge tilkynntir

Það hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum að Mobile World Congress 2015 er byrjað. Á þessum tíma árs svifta margir stærstu framleiðendur heims hulunni af nýjum tækjum. Samsung tilkynntu í gær arftaka Galaxy S5, sem við prófuðum fyrst á MWC í fyrra. Samsung tilkynnti ekki bara eitt tæki, heldur tvö: Samsung Galaxy S6 og S6 Edge.

s6 og edge

 

Samsung Galaxy S6 hefur svo sannarlega fengið andlitslyftingu frá fyrri símum og lítur mjög vel út. Báðir símarnir eru úr málmi með Gorilla Glass 4 fram- og framhlið og hefur Samsung alveg sagt skilið við ódýrt plast. S6 Edge er eins og Note 4 Edge með því að skjárinn beygist aðeins inn á hliðarnar. Símarnir eru með 5.1″ QHD skjá, 8 kjarna Exynos örgjörva, 3 GB af minni, 32/64/128 GB af plássi, 16 MP myndavél og nýjan fingrafaranema.Þeir skarta svo öflugari hátalara, hraðari hleðslu og stuðning við Samsung Pay (sem fáir eiga eftir að nota).

Samsung Pay

 

Þrátt fyrir að símarnir virðast vera ágætis uppfærsla frá S5 missa þeir nokkra hluti sem margir eiga eflaust eftir að sakna. Það er ekki lengur hægt að taka rafhlöðuna úr þeim, engin SD kortarauf og engin vatsnheldni. Samsung voru eini framleiðandinn sem var enn með rafhlöðu sem var hægt að taka úr og er sorglegt að sjá að það er ekki lengur hægt, en það kom óneitanlega niður á hönnuninni á fyrri símum. Ekkert verð var tilkynnt á símunum en það gefur auga leið að S6 Edge verði eitthvað dýrari en S6. Hægt verður að fá S6 í hvítum, svörtum, gull og bláum og S6 Edge í hvítum, svörtum, gull og grænum.

Galaxy_S6_edge_SideBottom_Gold_Platinum_Art_Photo

Það er gefur auga leið að Samsung ætli sér stóra hluti með S6 og Edge, enda hefur markaðshlutdeild þeirra lækkað mikið á undanförnum árum. Galaxy S5 fékk fína dóma hjá okkur í fyrra en þó vantaði nokkuð upp á. Samsung virðist í fyrsta skiptið hafa hlustað á fólkið og lagfært það sem hefur almennt verið talið vera að símunum. Stýrikerfið lítur þokkalega út á þeim myndum og myndböndum sem hafa komið út og hafa þeir verið að minnka TouchWiz áhrifin örlítið.

People Edge

Brúnin á Edge símunum virðist falla vel í kramið á þeim sem hafa nú þegar handleikið símann. Á Note er það ekki notað í mikið meira en tilkynningar og svoleiðis smotterí, en á S6 hefur nokkrum fídusum verið bætt við. Til dæmis lýsir hliðin upp ef einhver hringir, en liturinn er mismunandi eftir því hver hringir.

Þetta er kannski ekki allra það allra nothæfasta, en þetta er ógeðslega kúl! (Myndband fengið hjá MBKHD)

Samsung Galaxy S6 og S6 Edge eiga að koma út um allan heim í apríl. Við munum birta umfjöllun um hann um leið og við höfum komist yfir eintak af símanum.