Nexpo opnar fyrir tilnefningar

Nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar í Nexpo á vef Kjarnans. Simon hvetur alla til að tilnefna, enda er þetta jú verðlaunahátíð fólksins. Hátíðin er haldin í samstarfi við Nýherja, Kjarnann, Landsbankann og Klak-Innovit.

Nexpo hefur aðeins breyst frá í fyrra og er nú kosið í átta flokkum og eru tveir af þeim nýir.

Verðlaunaflokkar í Nexpo 2015 eru eftirfarandi:

  1. Vefhetjan
  2. Vefur ársins
  3. Herferð ársins
  4. Stafrænt markaðsstarf ársins
  5. App ársins
  6. Besta óhefðbundna auglýsing ársins
  7. Sprotafyrirtæki ársins (nýtt)
  8. Besti markaðsárangur sprotafyrirtækis (nýtt)

Lokað verður fyrir tilnefningar 16.mars og að því loknu velur dómnefnd fimm í hverjum flokki áfram. Haldin verður netkosning sem gildir 50% á móti atkvæðum dómnefndar.

Nexpo 2015 verður haldið 27.mars í Bíó Paradís klukkan 18 og eru allir velkomnir. Boðið verður upp á léttar veitingar og drykki. Einnig verða fluttir örfyrirlestrar milli kynninga á vegum Simon og Klak-Innovit.

Nexpo 2014 salurinn

Hér má sjá sigurvera Nexpo frá síðasta ári:

  1. Vefur ársins Nikita
  2. Herferð ársins Samgöngustofa, Síminn og Tjarnargatan
  3. Bjartasta vonin Plain Vanilla
  4. Áhrifamesta fyrirtækið á samskiptamiðlum Guide to Iceland
  5. App ársins Quiz up
  6. Óhefðbundin auglýsing Bleika slaufan
  7. Vefhetjan Rakel Sölvadóttir stofnandi Skema.

Nýherji er aðalstyrktaraðili Nexpo 2015.