SwiftKey fyrir iPhone styður nú íslensku

Loksins! Frá því iOS8 var kynnt í september 2014 höfum við beðið eftir íslensku stuðning fyrir SwiftKey og það gerðist í dag með nýjustu uppfærslu appsins. Lyklaborðið sem kemur uppsett með iPhone hefur hlotið mikla gagnrýni og flestir meðlimir Símon hafa skipt yfir í Android meðal annars vegna þess að SwiftKey og önnur lyklaborð hafa verið í boði fyrir Android í langan tíma. Nú er íslenskur stuðningur hins vegar kominn sem er fagnaðarefni.

Svona setur þú upp SwiftKey á iPhone:

Náðu í appið í App Store.

Opnaðu appið og veldu languages.

SwiftKey menu

 

 

Finndu íslensku undir available languages og smelltu á download.

SwiftKey íslenska

 

Passaðu að velja íslenskt viðmót ef þú hefur sótt SwiftKey áður og ert með önnur tungumál valin.

SwiftKey íslenska

 

Farðu út úr SwiftKey appinu og settu inn SwiftKey lyklaborð með því að velja Settings > General > Keyboard > Keyboards > Add New Keyboard og velja SwiftKey þar.

SwiftKey Settings

Veldu SwiftKey – SwiftKey möguleikann og hakaðu við Allow Full Access. Þá geturðu skrifað íslensku með SwiftKey með íslensku viðmóti.

SwiftKey á íslensku

Sjálfvalin stilling á lyklaborðinu er með dökku þema. Ef þið viljið fá ljóst þema eins og á myndinni að ofan farið þið í Keyboard Settings – Themes og veljið nýtta þema.


SwiftKey í App Store

Heimild: SwiftKey blogg