Uppfærðar iPad spjaldtölvur í nýjum lit kynntar

Apple hélt lítinn og krúttlegan blaðamannafund kl. 17 í dag að íslenskum tíma og kynnti meðal annars uppfærslur á iPad spjaldtölvunum.

iPad Air 2

Nýja útgáfan lítur mjög svipað og sú sem kom í fyrra en tölvan er bæði þynnri og léttari. Þykktin fer úr 7.5 mm í 6.1 og hún vegur 34 gr minna eða 435 gr.  Hann kemur í sömu litum og iPad Air og gylltum til viðbótar. Skjárinn er áfram 9.7” með sömu 2,048 × 1,536 upplausninni. Hún er hinsvegar endurbætt, bjartari og með betri litum.

iPad Air 2 verð

 

iPadAir2 farnets útgáfan

Til viðbótar við það þá er myndavélin töluvert betri. Verð haldast óbreytt en eins og með iPhone 6 þá tvöfaldast geymsluplássið á dýrari týpunum. Sú ódýrasta verður áfram með 16GB og ætti að kosta það sama og í dag eða um 90.000 kr. Ekki kom fram hvenær tölvan kemur í sölu hér á landi en ef reynslan segir okkur eitthvað þá verður það fljótlega í byrjun nóvember.

iPad Air 2

iPad Mini 3

Ný iPad Mini 3 spjaldtölva var kynnt í kvöld og það eina sem húnhefur fram yfir iPad Mini 2 er Touch ID fingrafaraskanninn og nýr litur – gull. Að sjálfsögðu verður enn hægt að fá silfur og geimgráar iPad tölvur.

iPad vörulínan

Hinn nýja iPad Mini 3 mun kosta frá $399 fyrir WiFi útgáfuna. iPad Mini 2 ($299) og iPad Mini ($249) lækka líka í verði en athugið að upprunalega iPad Mini kom út árið 2011 og er með svipað innvols og iPad 2. Núna 3 árum seinna er erfitt að mæla með elstu kynslóð af iPad Mini og mælum við því með að fólk kaupi frekar iPad Mini 2 nema að það sé alveg nauðsynlegt að fá Touch ID eða gull hönnunina og þá er hinn nýja iPad Mini 3 tölvan fyrir þig.

iPad Mini 3