Söfnunarapp Rauða Krossins

Rauði Krossinn var að gefa út smá app til að styðja við söfnun sína Göngum til góðs, og bara almennt að safna framlögum.

screen568x568

Þeir kalla þetta rafrænan söfnunarbauk, sem er frekar krúttlegt. Simon finnst þetta mun siðlegri leið til fjármögnunar en spilakassar. Þetta er einfalt app með farsímaauðkenningu og rafrænum greiðslumögulega á styrkjum til Rauða Krossins á Íslandi.

Appið er í boði fyrir Android (æj þarna Galaxy símana) og iPhone síma (égSíma síma). Appið er greinilega dönsk hugmynd og fær íslenski Rauði Krossinn tæknina lánaða þaðan.

Hér er hægt að sjá leiðbeiningar fyrir appið.

Rauða Krossinn er með öll færi úti þessa dagana. Það er hlaup til styrktar þeirra í dag, sem ég mun taka þátt í, og það verður gengið í hús með söfnunarbauka á laugardaginn.  Endilega takið ykkur til og styrkið hér gott málefni.