Obama: "Internetið á að vera opið og frjálst"

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann hvatti Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (Federal Communications Commission) til að skilgreina internetið sem nauðsynlega grunnþjónustu í Bandaríkjunum. Það þýðir að fjarskiptafélög geta ekki lokað á vefsíður með löglegu efni, þau geta ekki breytt hraða notenda til ákveðinna vefsíðna eða þjónustu eins og þeim sýnist og þau geta ekki boðið upp á hraðbrautir (fast lanes)  á netinu sem þarf að greiða aukalega fyrir.

Hér á Íslandi hafa Píratar einnig lagt fram þingsályktunartillögu um jafnt aðgengi á internetinu fyrir alla landsmenn í samræmi við Net Neutrality hugmyndafræðina.

Af hverju skiptir þetta máli? Í dag er internetið opið og frjálst og við viljum halda því þannig. Þjónustu aðilar munu missa ákveðið vald yfir vörunni sem þeir selja en það er neytendum til góða. Fjarskiptafélagið Verizon var ásakað um að hægja á streymiþjónustunni Netflix og ef FCC verður við beiðni Obama þá verður það ólöglegt í framtíðinni.

 

Heimild: Whitehouse.gov / Alþingi

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] Undanfarna daga hefur lögbannið á torrent-síðurnar Deildu og The Pirate Bay verið mikið rætt, og umræðan að nokkru leyti tengd við nethlutleysi (e. net neutrality) sem er mikið hitamál í Bandaríkjunum. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að internetið væri grunnþjónusta, eins og tæknibloggið Símon.is greindi frá. […]

Comments are closed.