LG G3 umfjöllun

P1050968

Í lok júní kom nýtt flaggskip framleiðandans LG G3 í sölu á Íslandi sem leysir G2 símann af hólmi. Þrátt fyrir að aðeins tæpt ár er sé síðan G2 kom í sölu er G3 allt annað en minniháttar uppfærsla. Nánast allir þættir símans eru endurbættir eða uppfærðir. Innvols og hugbúnaður. LG G2 sló í gegn hjá Símon og fékk fullt hús stiga. G2 náði að tikka við öll stóru boxin og náði svo að gera það sem ekki einu sinni iPhone nær: bjóða upp á almennilega endingu rafhlöðu. Helsta gagnrýni G2 var þó útlit og hönnun. Síminn var úr ódýru og einföldu plasti sem brakaði á ákveðnum stöðum. Nýrstárlegu takkarnir aftan á símanum virkuðu ódýrir og ljótir. LG  er búið að þroskast á miklum hraða sem snjalltækjaframleiðandi síðastliðin ár og hefur komið langt frá símum eins og Optimus 3D og Black. En hvernig kemur G3 út í prófunum hjá okkur?

Hönnun

Stærsti galli G2 var hönnunin og efnisvalið. Hann er þó látlausari en önnur Android flaggskip, sem eru oftast einfaldlega bara ljót og langt frá tímalausri hönnun Apple. Hönnunin var einfaldlega óáhugaverð. Mikið var skrifað um G3 áður en hann var kynntur og hávær orðrómur var að síminn myndi vera úr málmi í stað plasts. Það er því miður ekki rétt, síminn er plastskel með burstaðri stáláferð á bakhliðinni, sem okkur finnst ekki aðlaðandi. En heilt yfir er hönnunin mikil framför. Síminn er látlausari, stílhreinni og meira er spáð í smáatriði. P1050977Takkarnir eru allir mun þægilegri viðkomu og virka betur. Heilt yfir er útlitið því talsverð framför framyfir G2 og mikil framför samanborið við útlitið á Galaxy S5. LG á þó langt í land að ná Apple, HTC og Nokia (Microsoft) í þessum efnum. Síminn kemur í þremur litum: hvítum, svörtum og gylltum. Gull  er einmitt sá litur sem var prófaður og kemur hann mjög vel út. Ekki ósvipaður og gylltum iPhone, frekar daufur litur og laus við allan bling fíling. Hvíti síminn er hinsvegar fallegastur að okkar mati. Það er samt kominn tími að LG (og Samsung) stígi upp og komi með vel hannað og virkilega fallega snjallsíma úr bestu fáanlegu efnum. Plast sleppur kannski í ódýrari símum en þegar snjalltæki kostar vel yfir 100.000 þá gerum við einfaldlega meiri kröfur.

Viðmót

Ein stærsta breytingin frá G2 er viðmótið á símanum. LG hefur skrúfað vel niður í útlitinu og viðbótum sem enginn notar. Myndavélaappið er gott dæmi um þetta. Á G2 var öllum fídusum svo ofaukið að þeir flæktust fyrir einföldustu aðgerðum. Allstaðar var manni drekkt í allt of mörgum valmöguleikum og. Því miður of fáum góðum. LG G3 er skref í rétta átt.

Skjárinn

Skjárinn á LG G3 er frábær í alla staði. Skýr og bjartur frá öllum sjónarhornum. Upplausnin er QHD (2560X1440) sem samsvarar fjórum 1280X720 skjám. Ég fann hinsvegar engan gæðamun á honum og símum með 1080p skjá og þetta er því frekar talnaleikur frekar en eitthvað annað. Litir eru réttir og bjartir. Samanborið við OLED skjáinn á Galaxy S5 virkar hann hinsvegar aðeins daufur og vottar fyrir hvítri slikju. Allt þetta sést aðeins með símana hlið við hlið og virkilega verið að leita að því. Heilt yfir er skjárinn einfaldlega frábær. G2 skjárinn var frekar slappur, útþveginn (e. washed out) og óskýr. G3 bætir þetta og meira til.

Afl og innvols

Síminn kemur með Snapdragon 801  fjórkjarna örgjörva sem er klukkaður í 2,5 GHz. Vinnsluminnið er 2GB á símum með 16GB geymslupláss og 3GB á símum með 32GB geymslupláss. Ég hafði ekki 2GB síma til að bera saman við en ólíklegt er að munurinn sé það mikill. Helst í allra stærstu leikjum. Meira minni er hinsvegar alltaf betra og því er 10.000 kr. munurinn á þessum tveimur símum þess virði að taka. Tvöfalt geymslupláss og 50% meira minni fyrir 10.000 kr. eru ekki slæm kjör.

Heilt yfir fundum við  fyrir litlu hiksti eða hökti á símanum. G3 átti auðvelt með alla keyrslu á þungum leikjum öppum og hoppar hratt milli forrita. G3 er einfaldlega frábærlega útbúinn og kemur til með að þola ýmislegt næstu árin. Síminn hefur þó verið að mælast undir öðrum símum sem nota Snapdragon 801 örgjörvann, vegna þess að G3 er með þessa háu skjáupplausn. Það hefur einnig áhrif á endingu rafhlöðu.

P1050974

Myndavél

Myndavélin á G2 var góð en ekki sú besta á markaðnum. G3 bætir talsvert úr því. Hún er 13 milljón díla myndflögu. Hún er talsert hraðari og búið er að einfalda myndavélaappið og gera það þægilegra í notkun. Fókushraðinn er einn sá besti í snjalltæki þökk sé nýju laser fókus. Myndavélin virkar vel í flestum birtuskilyrðum en á þó talsvert í land að ná iPhone 5S, Lumia 1020 og HTC One í lélegri birtu. Hægt er að taka myndskeið í 4K upplausn og einnig 120 ramma myndkeið í 1280X720. Heilt yfir er myndavélin mjög góð og talsverð uppfærsla frá G2. Auðvelt er að ná frábærum myndum á G3.

Rafhlöðuending

Eitt af því besta við G2 var rafhlaðan. Sími sem dugði í næstum 24 tíma við mikla notkun og nokkra daga í hefðbundinni notkun. Því miður er rafhlaðan á G3 ekki allveg jafn góð. Eitt af því sem hefur þar mikil áhrif er birtan á skjánum. Með skjáinn í botni þá étur baklýsingin upp rafhlöðuna. Með birtuna í rúmlega 80% þá stóreykst rafhlöðuendingin. QHD skjáupplausnin hefur einnig áhrif. En heilt yfir er G3 samt með góðu batteríi og þegar íhlutirnir eru skoðaðir þá er í raun ótrúlegt hversu lengi rafhlaðan endist. Svo er einnig hægt er að skipta um rafhlöðu þannig að stórnotendur þurfa ekkert að óttast.

Niðurstaða

Þegar við prófuðum LG G2 í fyrra þá var stærsti kosturinn við hann rafhlöðuendinginn. Hitt var flest ekki í sama sérflokki. Með G3 stígur LG fram sem alvöru keppandi á snjallsímamarkaðinum. LG G3 er stór sími og eins og með stóra síma þá mælum við eindregið með því að prófa. Farið í verslun, haldið á honum, gerið helstu aðgerðir með einni hendi og sjá hvort það virkar nógu vel fyrir ykkur. Fyrir þá sem sætta sig við (eða jafnvel elska) stærðina þá er G3 frábær valkostur einn besti pakkinn sem í boði er í dag. Og þótt Note 4 og iPhone 6 Plus séu handan við hornið þá munu fáir verða fyrir vonbrigðum með G3. LG hefur aftur tekist að tikka í öll boxinn og meira að segja nokkur til viðbótar sem við báðum ekki einu sinni um .

LG G3 fær því 5 stjörnur af 5 mögulegum.

Atli Stefán Yngvason aðstoðaði við gerð þessarar umfjöllunar.