Myndasaga – Nýtt íslenskt app fyrir börn

myndasaga3Myndasaga – Búðu til sögu úr myndum og stöfum er nýtt app fyrir iPad frá íslenska hugbúnaðarhúsinu Gebo Kano. Um er að ræða app sem er svokallaður “sandkassi” þar sem börn hafa frjálsar hendur að skapa sína eigin myndasögu með myndum af persónum, hlutum, bókstöfum, táknum og fleiru sem finna má í appinu.

Notandi getur búið til myndasögu með einni eða fleiri síðum fullum af skemmtilegum myndum og/eða texta mynduðum úr stöfunum. Þegar sagan er tilbúin er hægt að skoða hana eins og bók inn í forritinu eða vista fyrir iBooks eða önnur bókaforrit til að deila með vinum og fjölskyldu.

Appið kostar álíka mikið og einn kaffibolli á kaffihúsi eða $3.75 sem eru ríflega 450 krónur. Við hjá Simon.is fengum kóða til að gefa heppnum lesendum appið. Þrír heppnir lesendur munu fá appið gefins. Nánari upplýsingar um leikinn má nálgast á Facebook-síðu Simon.is.

Myndasaga | App Store | $3.75