LG G Watch umfjöllun

LG G Watch er eitt af fyrstu Android Wear snjallúrunum sem kom út og er í sölu á Íslandi. Þetta er einfalt og svart kassalaga úr með svartri gúmmíól. Alls ekki ljótt, en mjög einföld hönnun án nokkurra flugelda. Ég fékk að prófa úrið í nokkra daga og hér eru mín fyrstu kynni.

Mín upplifun

Auðvelt var að synca úrið við símann og fyrir þá notendur sem nota Google þjónustur þá fær maður sjálfkrafa skilaboð í símann varðandi fundi úr Google calendar og slíkt.  Um leið og ég var búinn að synca úrið við símann fékk ég skilaboð um að 32 mínútur væru í næsta fund og bauð úrið mér upp á að fá leiðsögn (e. navigation) að fundarstaðnum.

Tvær flottar upplifanir sem ég lenti í með Android Wear fyrsta daginn.  Fyrst var ég að sækja konuna á bílnum og þurfti að láta hana vita að ég væri kominn.  Þá datt mér í hug að prófa krafta úrsins, snéri því að mér (til að vekja það) og sagði “Ok Google, text my wife, I’ll be there in one minute”.  Án allra vandræða sendi úrið skilaboð í gegnum símann og gat þetta ekki verið minna mál fyrir mig.

Sama dag þurfti ég að reikna einfalt reikningsdæmi og gerði það sama, “Ok Google, what’s xxx divided by four”. BAM svarið komið.

Þetta eru ekki atriði sem breyta tilveru minni en ef maður lærir á hvaða skipanir Google kann þá er erfitt að véfengja það að í ákveðnum aðstæðum er þetta þægilegt.

Þessar ákveðnu aðstæður eru samt ákveðin hindrun. Ég fann að ég var mjög meðvitaður um sjálfan mig þegar ég var að gefa úrinu raddskipanir þannig að ég notaði þær einungis þegar ég var í ákveðnu umhverfi, aðallega einn með sjálfum mér, í bílnum eða heima með fjölskyldunni. Kannski er þetta eitthvað sem venst en ég er ekki farinn að sjá fólk tala mikið í síma með myndsímtölum og ég held að ástæðan sé sú sama þar. Ég held að þetta venjist ekki, því miður.72 stiga hiti

Fyrir þá sem hafa kveikt á Google Now þá er það frekar sniðugt. Ég fékk oft svona “vitræn” skilaboð eins og að ef ég var að fara á fund í Hafnarfirði en var í miðbæ Reykjavíkur, þá út frá þeim tíma sem Google telur að ég sé að koma mér þangað, fékk ég skilaboð “Hey, það eru 23 mínútur í fund í Hafnarfirði. Viltu ekki fara að koma þér af stað?  Viltu fá leiðbeiningar um hvernig þú kemst þangað?”.  Nokkuð skemmtilegt.

Tilkynningar

Ég fékk tilkynningar beint í úrið og það var þægilegt. Þá gat maður auðveldlega ákveðið hvort maður þyrfti að taka upp símann og bregðast við, eða bara dismissað þau.  Ég nota facebook spjallið mikið og fannst óþægilegt hversu lítið af skilaboðunum birtust (fékk alltaf bara x fyrstu stafina). Afhverju ekki að birta öll skilboðin?

Rafhlaða

Þetta er það sem mér fannst mest varið í við úrið.  Rafhlaðan gat enst einn og hálfan dag, en það nennir því enginn og því hlóð ég það á hverri nóttu.  Það gerði það að verkum að þó það séu til öpp til að tracka svefn og annað slíkt – þá er það ónothæft, maður vill frekar hafa djús daginn eftir.  Ég reyndi það þó einusinni og þá rak ég mig á það að þegar ég bylti mér, þá hélt úrið alltaf að ég væri að skoða hvað klukkan var og kveikti á skjánum.  Partý um miðja nótt þegar það er kolniðadimmt.

Verð

Þetta úr er rétt undir 40 þúsund og fylgir reyndar með hverjum seldum LG G3 á völdum stöðum núna um jólin. Ég er á báðum áttum hvort ég vilji kaupa svona græju, en finnst samt 40 þúsund (eða 59 þúsund fyrir Moto 360) vera frekar mikið fyrir framlengingu á símanum. Þetta er bara að auka þægindi mín, ekki að bæta við nýrri vídd.  En ég myndi stökkva á þetta fyrir 20-30 þúsund krónur.

Simon gefur LG G Watch þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum.