iPhone 6: fyrstu kynni

Simon fékk iPhone 6 í örfáa daga í síðustu viku þökk sé Nova. Við skelltum í smá myndband um okkar fyrstu kynni við tækið.

[youtube id=”VJtcfa4dQtQ” width=”600″ height=”350″]

Við erum mjög hrifnir af iPhone 6. Hann er mjög fallegur, ótrúlega þunnur, mýkri í lófa en mjög sleipur í hendi. Síminn er hraður, með frábæra myndavél en áfram slappa hleðslu (fyrir okkur ofurnotendurna). Við skoðuðum alla þrjá litina hjá Nova; silfur, gull og gráan. Mér fannst silfur koma best út, en það getur verið mikið smekksatriði. Sumir t.d. fíla þrítóna bíla (hafið þið séð Renault Capture?). Margir hönnuðir hafa kvartað sárann yfir loftnetslínunum á bakhliðinni, og margir vilja meina að HTC komi sér betur frá þessu á One M8. Myndavélalinsan stendur aðeins út úr bakhliðinni, sem gerir það að verkum að síminn vaggar aðeins þegar það er skrifað á hann þegar hann liggur á flötu yfirborði. Þetta er ekki stórt atriði, og líklega flestir að fara fá sér hulstur sem lætur þetta hverfa. Þetta hefur einnig sést áður á ótal mörgum símum og svo er her af símum sem eru einfaldlega ekki með flata bakhlið.

Okkur finnst stækkun á skjánum úr 4″ í 4,7″ hafa merkileg áhrif á upplifun. Vefráp er skemmtilegra. Fasteignasíður MBL og Vísi eru t.d. mun þægilegri. Allar myndir eru stærri og mun betra að horfa á myndbönd. Skjárinn er þar að auki miklu betri en á iPhone 5S, sem var nú þegar með frábæran skjá. Maður er líka mun hraðari og nákvæmari að skrifa á lyklaborðinu. En það eru vankantar á þessari stærð. Það getur verið óþægilegt að komast til baka með annað hvort “swype-to-back” eða takka innan apps (sem er alltaf alveg efst til vinstri). Ég saknaði alla vega bakk-takkans af Android allan tímann. Þetta er eitthvað sem þarf að gerjast og Apple gæti komið með breytingar í framtíðinni.

Þetta er frábær sími og við hlökkum til að prófa hann almennilega. Fylgist með á næstunni og lesið umfjöllun okkar þegar hún kemur út.

[slideshow_deploy id=’18930′]