Síminn birtir verð á iPhone 6 og 6 Plus

Síminn birti í dag verð á iPhone 6 og 6 Plus sem eru væntanlegir til landsins. Enn er þó ekki komin dagsetning hvenær símarnir koma í sölu á Íslandi. Verðin eru eftirfarandi:

iPhone 6 – 16GB 119.900 kr.

iPhone 6 – 64GB 134.900 kr.

iPhone 6 – 128GB 149.900 kr.

iPhone 6 Plus – 16GB 134.900 kr.

iPhone 6 Plus – 64GB 149.900 kr.

iPhone 6 Plus – 128GB 169.900 kr.

Ódýrasta týpan hefur því skv. þessu hækkað um 10 þúsund krónur (iPhone 5S á 109.900 kr.). Hafa ber í huga að Síminn tekur fram að verðin geti breyst án fyrirvara. Skemmst er að minnast þess þegar Vodafone tilkynnti á bloggi sínu, í nóvember á síðasta ári, um samning sinn við Apple birti fyrirtækið jafnframt verð sem lækkuðu jafn skjótt og Síminn og Nova tilkynntu sína samninga við Apple og lægri verð en Vodafone hafði áður birt. Það er því ekki útilokað að verðin eigi eftir að lækka þegar símarnir loks koma í sölu.

Til samanburðar kostar ódýrasti iPhone 6 hjá Apple í Bretlandi £539 eða ríflega 105 þúsund krónur. Ódýrasti iPhone 6 Plus kostar £619 eða um 121 þúsund krónur.

Heimild: Blogg Símans

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] í almenna sölu hér á landi. Ekkert er vitað um verðið en iPhone 5S kostaði frá 110.000 kr. Síminn birti á sínum tíma verðskrá yfir iPhone 6 og samkvæmt henni átti 16GB iPhone 6 að kosta 120.000 kr. en það […]

Comments are closed.