Samsung Power Sleep: Leggðu þitt af mörkunum í baráttunni gegn krabbameini

Hvernig væri að gera heiminn að betri stað á meðan þú sefur? Með nýja Samsung Power Sleep appinu getur þú hjálpað til í baráttunni gegn Alzheimer og krabbameini. Allt þetta gerist á meðan þú sefur og kostar þig ekki krónu! Appið nýtir örgjörvann í snjalltækinu þínu til þess að vinna úr upplýsingum sem eru notaðar í rannsóknum við háskólann í Vín. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og er byggð BOINC frá Bercley háskóla. Hugmyndin er sú að nýta tölvur almennings til þess að vinna úr gögnum á meðan að þær eru ekki í notkun. Þannig má láta þúsundir tölva vinna úr upplýsingum og sleppa við að þurfa gríðarlega öflugan og dýran tækjabúnað.

[youtube id=”93Wc4Tl7sXM” width=”600″ height=”350″]

Samsung appið gerir þetta enn auðveldera en hefðbundna BOINC appið. Appið virkar bara á meðan síminn er í hleðslu og er orðinn fullhlaðinn. Í Samsung Power Sleep er vekjaraklukka sem þú stillir áður en þú ferð að sofa og svo stingurðu símanum í samband. Þegar síminn hefur náð fullri hleðslu byrjar appið að nota kraftinn í símanum til þess að taka á móti gögnum frá háskólanum í Vín, vinna úr þeim og senda þau aftur út. Þegar vekjaraklukkan hringir slökknar á vinnslunni og tekur notandinn í rauninni ekki eftir neinu. Það þarf þó að passa að síminn sé tengdur við þráðlaust net, því að annars sækir appið gögnin yfir 3G sem gæti orðið orðið kostnaðarsamt. Appið sækir 1 MB pakka, vinnur úr honum, sendir út og sækir svo nýjan pakka.

Hugmyndafræðin á bakvið verkefnið er mjög einfalt. Þarna er verið að nýta snjalltæki almennings á meðan þau eru ekki í notkun án nokkurar fyrirhafnar fyrir notandann. Appið getur ekki nálgast nein persónuleg gögn á tækjunum eins og símanúmer, skilaboð eða tölvupóst. Það er því kjörið að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn krabbameini og Alzheimers, ánþess að hafa nokkuð fyrir því!

Appið virkar fyrir öll Android tæki með útgáfu 4.1 eða nýrri, ekki bara Samsung tæki. 
Samsung Power Sleep er eingöngu til á Android og má sækja á Google Play Store.