Uppgötvaðu nýja tónlist með símanum

Ég hlusta rosalega mikið á tónlist og elti tónlistarhátíðir um víð og dreif. Tónlist spilar mjög stóran þátt í mínu lífi. Ást mín á tónlist hefur aukist eftir að ég eignaðist snjallsímann minn. Núna get ég hreinlega ekki hugsað mér að uppgötva tónlist nema í tölvunni og í símanum. Stóra spurningin er: Hvað er ég að gera í símanum mínum sem gerir mér kleift að finna og njóta bestu tónlistina sem hentar mér? Þessari spurningu ætla ég að svara með að kynna ykkur fyrir þeim tónlistaröppum sem ég nota mest og mæli með.

8tracks

 

 

 

8tracks er frábært app sem ég nota mikið þegar ég er á ferðinni. Það virkar frábærlega þegar ég er með kveikt á 3G  og gefur frá sér flottan hljóm. Appið gefur manni möguleika á að velja ákveðna playlista sem annað fólk hefur búið til, allt frá danslögum niður í rólegheit. Finna má grein um 8tracks hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

Deezer

 

 

 

Deezer er tónlistarþjónusta sem er með mjög gott app sem ég hef notað mikið á undanförnum vikum. Það er mjög einfalt í notkun og hægt er að hlusta frítt á heilar plötur í appinu. Það sem forritið gefur þér í byrjun er möguleiki á að velja það sem er heitast í dag í hinum helstu tónlistarflokkum, að spila lagalista sem þú býrð til, útvarpsstöðvar, plötur sem þú hefur keypt og þín eigin lög á símtækinu þínu. Í flokknum “hvað er heitast” getur maður hlustað á heilu plöturnar en fer það eftir löndum hvort þær séu opnar eða ekki. Ég sjálfur er búinn að hlusta á fullt af flottu vinsælu efni þarna inni og er þetta mjög hentugt t.d. í bílnum eða heimavið. Eftir hverja hlustun þá er alltaf hægt að versla plöturnar og senda beint í símann.

Appið er gífurlega þægilegt upp á að kynnast og heyra nýja tónlist.

Hægt er að finna það hér: , App StoreWindows Marketplace

Uberhype

 

 

 

Uberhype er app sem ég get ekki hætt að nota. Appið er tengt vefsíðunni The Hype Machine sem sérhæfir sig í nýjustu indie tónlistinni og er að gera ótrúlega flotta og skemmtilega hluti varðandi remix á nýju og eldra efni. Síðan setur upp lista yfir nýjasta efnið og gerir tvo playlista, nýtt efni og vinsælasta efnið. Röðun laganna fer svo eftir hvernig fólk kýs lagið hverju sinni. Listarnir eru því ávallt breytilegir og fjölbreyttir og hef ég einfaldlega alltaf kveikt á þessu í bílnum þegar ég er á ferðinni.

Appið er bara til á Android í augnablikinu og finnst það hér:  

 

 

 

 

 

 

 

 

Soundcloud

 

 

 

Soundcloud þjónustuna þekkja flestir enda listamenn byrjaðir að nota þjónustuna mun meira en áður. Þjónustan er einföld að því leyti að hver sem er getur sett inn sína tónlistina og aðrir geta hlustað. Síðan hefur orðið vinsælli eftir að fólk fór að búa til remix af lögum og hefur hún vaxið hratt. Mjög skemmtileg leið til að finna lög fyrir partý eða hreinlega hlusta á sína eigin tóna í gegnum app.

Hægt er að finna appið hér: , App Store

 

 

 

 

 

 

 

 

We are Hunted

 

 

 

We are Hunted er síða sem er lík The Hype Machine og hefur verið til síðan árið 2008 . Hún er fræg fyrir að birta 99 heitustu lögin í nokkrum flokkum.Síðan er í samstarfi við öll heitustu tónlistarbloggin og eru tónlistarunnendur að elska þetta fyrirkomulag. Appið fyrir WAH er bara til fyrir Android og er það eitt fallegasta app sem ég hef notað. Mjög hraðvirkt og gott í notkun og skilar mjög vel því sem það á að skila.

Hægt er að nálgast appið hér: