Neðanjarðarlestarkerfi Lundúna í hendinni þinni

Nú eru Íslendingar gjarnir á að ferðast til London og ákváðum við hjá Simon.is að kynna okkur hvaða öpp gætu reynst nytsamlega þar úti handa þeim sem nenna ekki að fá sér breskt simkort.  Ástæðurnar  fyrir því geta verið margar en það er nánæst hægt að tengjast við þráðlaust net hvar sem er í London, fyrir utan í neðanjarðalestarkerfinu.

London Underground Tube Map leyfir notendanum að skipuleggja og ferðast um neðanjarðarlestarkerfi London án netsambands. Það getur verið mjög þægilegt fyrir villta ferðamenn og gerir ferðalagið um borgina mun auðveldara.

Þegar kveikt er á appinu kemur upp mynd af neðanjarðarlestarkerfi Lundúna þar sem hægt er að velja hverja einustu stöð (um 270 stöðvar).

Screenshot_2013-05-01-21-37-44Screenshot_2013-05-01-21-51-30Screenshot_2013-05-01-21-51-36

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar stöðin er valin koma upp ítarlegri upplýsingar þar sem hægt er að velja upphafsstöð eða endapunkt. Hægt er að skoða upplýsingar um lestarstöðina. Ef síminn er nettengdur er hægt að fá nýjustu upplýsingar um lestarstöðvarnar og hvaða stöðvar eru gangandi og hvaða stöðvar eru í viðhaldi.

Screenshot_2013-05-01-21-40-54 Screenshot_2013-05-01-21-41-06

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hægt er að láta appið sýna þér nákvæmlega hvert þú ert að fara í gegnum kortið eða með texta og sýnir það þrep fyrir þrep hvernig notandinn kemst auðveldlegast á þann stað sem áætlað er að fara á.

Hægt er að nálgast appið frítt fyrir  en fyrir 1.49 pund fyrir iPhone

Hægt er að fá svipað app frítt fyrir WindowsPhone en þar er hægt að tengja Oyster reikning notenda við símann (greiðslukerfi ferðakerfa London).

Við mælum eindregið með þessu appi fyrir ferðamenn sem ætla sér til London, hvort sem þeir eru með breskt simkort eða ekki. Það auðveldar til muna og er töluvert þægilegra en að nota hefðbundin kort

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] simon.is segjast hafa ákveðið að kynna sér “hvaða öpp gætu reynst nytsamlega” í […]

Comments are closed.