Sony Xperia Z settur í súpu – Myndband

Nýjasta flaggskip Sony, Xperia Z, hefur vakið mikla athygli fyrir það að vera vatnsheldur. Við höfum séð ýmis myndbönd af honum í vatni, en þessi kínverski Sony aðdáandi ákvað að taka það skrefinu lengra og skella honum í súpu. Við mælum með að fylgjast með frá 1:00.

[youtube id=”vgM-j8cpw7Y” width=”600″ height=”350″]

Uppskrift: Sony Xperia Z grænmetissúpa

3 gulrætur
2 kartöflur
1 sæt kartafla
1 rófa
1 blaðlaukur
1/2 laukur
2 hvítlauksgeirar
1 Sony Xperia Z
Salt og pipar eftir smekk

Léttsteikið laukinn í olíunni, bætið út í hvítlauk og loks restinni af hinu grænmetinu. Kryddið og bætið við vatni svo það rétt fljóti yfir. Látið sjóða í 30-40 mín. Bætið út í Sony Xperia Z og sjóðið í 1 mínútu. Berið fram með nýbökuðu brauði eða salati.