Pixel Kingdom: Konungsdæmi Pixlanna

Pixel Kingdom er skemmtilegur hlutverka-varnar leikur ef svo er hægt að kalla. Framleiðendur leiksins ákváðu að fara þá leið sem er farinn að verða frekar algeng hjá nýjum leikjaframleiðendum að leita til almennings með aðstoð á að hefja sköpun leikins með  Kickstarter.

Screenshot_2013-04-12-00-27-20

Leikurinn inniheldur ótakmarkað magn borða þar sem spilarinn reynir að verja sig frá flóði mismunandi skrímsla sem hafa það eina takmark að yfir varnarlínu spilarans. Fyrir sigur gegn skrímslunum fær spilarinn gull og reynslu sem hann getur notfært sér til að leysa út 16 mismunandi hermenn sem aðstoða spilarann við að halda niðri skrímsla plágunni. Við og við fær spilarinn gimstein sem hann getur svo notað til að betrumbæta hermennina sína. Á hverri sekúndu fær spilarinn kraft sem hann getur notað til að kaupa hermann til að setja á eina af þrem leiðum sem skrímslin koma frá. Spilarinn getur þó safnað upp krafti og notað krafinn til að auka hraðann.

Screenshot_2013-04-12-00-24-18

Leikurinn er mjög ávanabindandi, auðveldur og skemmtilegur í spilun. Við mælum eindregið með honum og ekki er verra að hann er ókeypis. Leikurinn er stöðugt að fá uppfærslur og mun því aðeins verða skemmtilegri og flottari með tímanum.

Þegar kveikt er á leiknum koma upp 8 valmöguleikar.

Merchant: Hér er hægt að kaupa búnað og hluti fyrir hermenn spilarans til að aðstoða hann við bargadaganna gegn flóði skrímsla innan leiksins.

Throphies: Hér sérðu hvaða verðlaun þú hefur unnið þér inn í spilun leiksins.

Extra: Hérna koma hönnuðir leiksins skilaboð til þín. Skilaboðin geta til dæmisverið ef hann hefur hugmynd af óvin, hermanni eða hlutum sem ættu heima í leiknum að líka við þá á Facebook og segja þeim frá.

Guild: Hér getur spilarinn fjárfest í nýjum hermönnum eða uppfært þá sem þegar hafa verið keyptir.

Spellbook: Hér er hægt að setja inn kóða til að leysa út bónusa eins og gull, gimsteina, hermenn sem og aðra sniðuga hluti

Stats: Hér er hægt að sjá lista yfir hvernig spilarinn hefur staðið sig og hvað hann hefur gert í leiknum

Buy More Gold: Hér getur spilarinn eytt alvöru pening til að kaupa  gull og gimsteina. Þetta er normið í fríum leikjum.

Play: Þegar þú vilt spila leikinn.

Screenshot_2013-04-12-00-42-48

Hægt er að spila leikinn í Classic, Underworld og Arena

Classic: Leyfir þér að spila leikinn venjulega, vinna fleiri borð og berjast gegn mismunandi skrímslum.

Underworld: Erfiðleikastigið er hækkað

Arena: Hér getur spilarinn prófað sig gegn endlaustum bylgjum af skrímslum.