Apple kynnir fullt af nýju dóti

Apple hélt kynningu nú fyrr í dag og kynnt til leiks tvær nýjar spjaldtölvur: iPad Air og nýr iPad mini retina.

original

Kynningin byrjaði á “massa rúnki” eins og Húsvíkingurinn Andri Valur kallar það, þar sem Apple fer yfir sölutölur og viðtökur nýrra vara. Skemmtilegar tölur komu þar fram; eins og að 9 milljón iPhone símar seldust fyrstu helgina, einn milljarður laga hafa verið spiluð í iTunes Radio (virkar bara með US aðgangi), einn milljarður appa keypt í App Store og 60 milljörðum niðurhalað.

Ný útgáfa af tölvustýrikerfi þeirra var líka kynnt í dag: macOSx Mavericks. Stýrikerfið lengir í endingu rafhlaðna fartölva, bætir stuðning við aukaskjái, betri tilkynningar og margt fleira. Apple kom öllum á óvart og býður upp á ókeypis uppfærslu en uppfærslurnar hafa hingað til kostað um $20.

main-macbook

Macbook Pro fartölvurnar voru allar uppfærðar í dag. MacBook Pro 13” er nú þynnri, léttari og með miklu lengri rafhlöðuendingu.

1275911-mac-pro-2013

Mac Pro borðtölvan, sem er í raun sílender, sem hefur verið kynnt áður fékk loksins útgáfutíma. Hún kemur með tólin fyrir jólin og kostar einungis þrjú þúsund dali í Bandaríkjunum (líklega hálfa milljón hérna heima).

iWorks og iLife fengu bæði  uppfærslur og okkur er eiginlega alveg sama. Það fylgir reyndar frítt með nýrri tölvu frá Apple núna.