OZ loksins komið á Android

OZ-appið er loksins komið á Android! Appið kom fyrst út fyrir tæplega ári síðan á iOS og er núna loksins komið á Android. Það er þó merkt í betu og hafa uppfærslur komið nánast daglega síðan appið kom út í vikunni.

Appið er keimlíkt  iOS útgáfunni, fyrir utan að það vantar leitina sem var nýlega bætt við hana. Í appinu er hægt að horfa á útsendingar í beinni, pása þær og spóla til baka ásamt því að safna dagskrárliðum og horfa á hvenær sem er. Í appinu má horfa á Rúv, Rúv íþróttir, Stöð 2, Stöð 3, Stöð 2 Krakka, Stöð 2 Bíó og allar Stöð 2 Sport stöðvarnar.

simon-ozandroid

OZ-appið er virkilega fágað á Android og er upplifunin til fyrirmyndar miðað við fyrstu beta útgáfu. Allar hreyfingar flæða vel og eru útsendingar fljótar að spilast, jafnvel á milli landa. Það þarf þó að hafa í huga að appið virkar best á þráðlausu neti, en sjálfvirk skölun á myndgæðum leysir þó flest vandamál við að streyma yfir 3G. Það mætti engu að síður bæta við möguleika um að geta stjórnað gæðunum sjálfur til þess að spara gagnamagn yfir 3G. 1 mínúta af Rúv streymi tók um 16,7 MB gagnamagn, þannig að passið ykkur að streyma ekki yfir 3G án þess að vera með góðan gagnamagnspakka.

2013-10-10 19.21.25

Appið er frítt, en áskrift að OZ kostar 990 krónur á mánuði.
Hægt er að skrá sig á app.stod2.is  og fá 10 daga prufuáskrift að bæði appinu og Stöð 2.

Appið má finna á Google Play Store og fyrir iOS á App Store.