Skerðu á reipið í gegnum tímann

Cut the Rope: Time Travel eða Skerðu á reipið er skemmtilegur þrautaleikur þar sem notandinn þarf að fæða verur sem kallast Om Nom í gegnum aldirnar með brjóstsykri sem hengur í snæri. Leikurinn er frír og inniheldur 6 heima til að byrja með en fleirri munu án efa koma með uppfærlsum í framtíðinni.

Hver heimur inniheldur 15 borð, þegar borðin 15 hafa verið kláruð er hægt að horfa á teiknimynd. Teiknimyndirnar eru þó tímalæstar og en búast má því við uppfærslu eftir það með fleiri heimum og teiknimyndum.

cut-the-rope-time-travel-middle-ages

Skemmtilegur þrautaleikur með mismunandi leiðum til að koma Om Nom í gegnum borðin. Í borðunum eru þrjár stjörnur á hreyfingu sem spilarinn getur nælt í til að opna fyrir nýja heima. Spilarinn getur notast við mismunandi aðferðir til að klára borðin sem geta verið mis-klunnaleg en loka takmarkið er að koma Omnom í burtu úr hverjum heimi fyrir sig. Stjörnurnar eru oftast á hreyfingu og á að vera hægt að ná þeim öllum þegar farið er í gegnum borðið, en þó ekki nauðsynlegt til að klára borðin.

Símon mælir eindregið með þessum leik sem og fyrri leiknum Cut the Rope

 

[youtube id=”YLnd3go7E_I” width=”600″ height=”350″]