Vine er vinsælast iOS appið

Vine appið frá Twitter hefur náð þeim áfanga að verða vinsælasta fría appið í appmarkaði Apple í Bandaríkjunum. Þetta er áhugavert fyrir nokkrar sakir en aðalega fyrir það að Twitter hefur ekki auglýst appið að neinu leyti fyrir notendur síðan  það var gefið út fyrir um það bil tveimur og hálfum mánuði síðan. Það þýðir að notkun og vinsældir þess hefur verið eingöngu út á umfjallanir vefmiðla og gegnum Twitter.

twitter-vine-app

Það helsta sem hefur drifið vinsældir Vine er hversu samofin þjónustan er Twitter. Venjulegir notendur Twitter sem ekki hafa sett upp Vine þekkja þó líklega vel til stuttra myndbrota sem gerð hafa verið með Vine. Margir vilja líkja Vine við Instragram fyrir myndbönd og við mælum með að iPhone notendur sæki sér forritið, en það er enn sem komið er ekki í boði fyrir önnur stýrikerfi en iOS frá Apple. Þó stendur til að Android útgáfa komi.

 

appstorebadge2x

 

 

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] vinsælasta iPhone appið er loksins komið á […]

Comments are closed.