Verður nýr Apple iPhone kynntur 11. júní?

Þann 11. júní næstkomandi kl. 17:00 að íslenskum tíma mun Tim Cook, forstjóri Apple, halda opnunarræðu á árlegu WWDC ráðstefnunni í San Francisco. Ráðstefnan er hugbúnaðarráðstefna þar sem nýjustu útgáfur af iOS og Mac OSX verða kynntar. Margir vona að Apple muni einnig kynna nýjan og endurhannaðan iPhone en nýjasta útgáfan af honum kom á markað fyrir tveimur árum og fékk svo smávægilega vélbúnaðaruppfærslu í október í fyrra. Það er því löngu orðið tímabært að Apple uppfæri iPhone. Miðað við myndir sem láku nýlega á netið er líklegt að Apple sé komið langt með að hanna nýjan síma. iPhone 3G, 3GS og 4 voru allir kynntir á WWDC þannig að það er ekki fráleitt að ætla að nýr iPhone verði kynntur núna. Hins vegar hallast flestar orðrómssíður að því að nýr sími muni ekki koma á markað fyrr en seinna í haust eða á svipuðum tíma og iPhone 4S kom í fyrra. En eitt er víst að Apple elskar fátt meira en að koma öllum á óvart og kynna nýjar vörur þegar fæstir eiga von á því.

Er þetta næsti iPhone?

 

iOS stýrikerfið fyrir iPhone, iPad og iPod touch mun líklega fá yfirhalningu og mögulega munum við sjá uppfært korta app með einhverskonar þrívíddar útfærslu sem verður spennandi að sjá.

Svona mun nýtt korta app frá Apple að öllum líkindum líta út

 

Samkvæmt orðrómi frá Macrumors.com þá munu MacBook Pro fartölvurnar frá Apple einnig líklega fá uppfærslu. Tölvurnar myndu þá fá einskonar Macbook Air útlit. Geisladrifið fær líklega að fjúka sökum þess og það sama má segja um ethernet tengið. Annar orðrómur er að skjárinn fái hærri skjáupplausn (retina display) og USB 3.0 tengi.

Líkleg útfærsla á nýju MacBook Pro vinstra megin

 

Við fylgjumst að sjálfsögðu með fréttum af WWDC 2012 ráðstefnunni og birtum fleiri fréttir þegar nær dregur.

Heimildir:
The Verge
BGR

 

Simon.is á fleiri miðlum

2 replies

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] sem tengist vefsíðunni Yelp.com og sækir þaðan umsagnir frá notendum um ýmsa þjónustu. Eins og við mátti búast birtir kerfið þrívíddar myndir af borgum og miðað við skjáskot frá ýmsum netmiðlum […]

  2. […] sem tengist vefsíðunni Yelp.com og sækir þaðan umsagnir frá notendum um ýmsa þjónustu. Eins og við mátti búast birtir kerfið þrívíddar myndir af borgum og miðað við skjáskot frá ýmsum netmiðlum […]

Comments are closed.