Hakkaðu uppvakninga í spað með Zombie Swipeout

20120611-195647.jpg

Leikurinn Zombie Swipeout kom út frá félagsleikjarisanum Zynga 21 maí á þessu ári og hefur notið þó nokkura vinsælda á appmarket undanfarið enda risi í bransanum hérna á ferð.

Leikurinn byggist upp á frekar einfaldri formúlu sem kom fyrst fram í leik líkt og fruit ninja og snýst um að swipe-a yfir skjáinn með fingrunum til að hakka allt í spað.

Leikurinn er duglegur að henda karlkyns og kvenkyns uppvakningum sitt á hvað að spilurum sem eiga að sjá um að aflima kvikindin eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta verður mun erfiðara þegar maður verður að forðast fjölda lifandi manna sem eiga til að hoppa inn á skjáinn í miðri spilun og endar leikurinn hreinlega ef maður vogar sér að snerta þá á skjánum.

Einföld formúla sem virkar en verður fljótt þreytt. Zynga eru þó duglegir að verðlauna duglega og dygga spilara með að veita þeim ný vopn og glaðninga sem hjálpa við áframhaldandi spilun leiksins.

Leikurinn tengist að sjálfsögðu stórum gagnagrunni þar sem hægt er að deila besta skorinu sínu og reyna að vinna fólk úti í heimi.

Ef þú hefur áhuga á að klippa uppvakninga í fjöldamarga hluta þá er þetta eitthvað fyrir þig.

[youtube id=”O-gR2TnLI50″ width=”600″ height=”350″]

Simon.is á fleiri miðlum