Besta veðrið í símann !


Það nýjasta í veðurfréttunum er að fylgjast með veðurveitunum í Noregi og þá sérstaklega YR.NO. Þeir virðast vera mjög sannspáir ásamt því að vera með langtímaspá sem þykir nokkuð áræðanleg.

Frábært að skella þessu í símann og hafa veðurspána alltaf tiltæka ef plana á bústað eða útilegu með vinum og vandamönnum.
Eftir að hafa sett þetta upp á símann þá þarf að leyfa appinu að nota núverandi staðsetningu og ætti þá að finna veðurspána fyrir nálæga staði. Í Search er síðan hægt að slá inn Reykjavík, Akureyri , Selfoss og Egilsstaði og svo framvegis. Þegar ýtt er á veðurfréttina þá er komið inn á aðra slóð og þar kemur langtíma spá fyrir næstu 9 daga.

Kirsuberið á toppnum er síðan að snúa símanum landscape þegar komið er inn í langtímaspánna og þá sést spáin myndrænt.
Virkilega einfalt app þrátt fyrir flókið veðurfar hér á landi.

Hér er hægt að sækja fyrir apple og .

Simon.is á fleiri miðlum