Veistu allt um Eurovision? Hvað hefur Lúxemborg unnið oft?

Í gær sögðum við ykkur frá nokkrum Eurovision öppum fyrir Android. Nú kynnum við Eurovision spurninga-app sem er einungis til fyrir iOS tæki eins og er. Appið heitir Eurovision QuizUp og er framleitt af íslenska fyrirtækinu Plain Vanilla.

Appið er í sjálfu sér ekki mjög flókið. Þegar maður ræsir það upp í fyrsta skipti þarf maður að skrá sig inn. Það er hægt að gera í gegnum Facebook eða tölvupóst. Að skráningu lokinni getur maður byrjað að svara spurningum um Eurovision keppnina. Ástæðan fyrir því að maður þarf að skrá sig er sú að í appinu snýst þetta ekki bara um að svara spurningum rétt, heldur keppir maður við manneskju sem appið velur og fær stig fyrir rétt svar og stig fyrir að vera á undan að svara. Þetta skýrir sig allt saman sjálft um leið og maður byrjar að spila. Maður safnar stigum og getur séð hvernig maður stendur á heimsvísu og einnig hvernig maður stendur meðal samlanda sinna (þegar þetta er skrifað er ég númer La facon dont cette machine a sous multi-joueur fonctionne, c’est d’attribuer a un maximum de 30 joueurs une salle  ou un groupe en fonction des en jeux . 77 á heimsvísu og má þakka betri helmingnum þann árangur).

Appið lítur vel út eins og önnur öpp sem komið hafa frá Plain Vanilla. Fyrir þá sem hafa áhuga á söngvakeppninni er þetta virkilega skemmtilegt. Það er líka frábær útfærsla að láta fólk keppa sín á milli. Það er allt önnur tilfinning að keppa við Ara frá Íslandi og Pompeo S. frá Ítalíu en að keppa við computer!

Það er óhætt að mæla með appinu fyrir alla sem hafa áhuga á Eurovision og telja sig vita eitthvað um keppnina. Appið er frítt og segir í App store að það sé frítt í takmarkaðan tíma, svo drífið ykkur að tryggja ykkur eintak.

Eurovision QuizUp í App Store.

Heimasíða appsins.

P.s. Lúxemborg hefur unnið fimm sinnum! 

Simon.is á fleiri miðlum