Íþrótta appið sem er nauðsynlegt að hafa!

Ég er íþróttafíkill, elska að fylgjast með mínu liði í enska boltanum (sem ég forðast að nefna) og mínum liðum í NBA. Nýlega byrjaði ég í Fantasy deild í NBA og neyðist því til að fylgjast með gangi leikja á hinum ýmsu tímum og stöðum. Ekki það að ég geti breytt gangi mála, nema kenning mín sé sönn að þegar ég fylgist með leikjum gengur liðunum betur.

Ég hef lengi leitað að góðu appi sem gerir mér kleift að fylgjast með stöðu mála í þeim íþróttadeildum sem ég vil fylgjast með. Ég hef reynt nokkur öpp og þá seinast Fotmob sem átti til við að lenda í einhverjum böggum.

Því hélt leit mín áfram þar til að ég rakst á Score Mobile sem leyfir mér að fylgjast með stöðu leikja í NBA, fótbolta, NHL, NFL, NCAA, MMA, Golf, Nascar, Formula 1, Tennis, Lacrosse, Cricket svo ég nefni nokkra íþróttaflokka.

Í appinu stillir maður hvaða tilkynningar maður vill fá um leiki, til dæmis að leikur sé hafinn, hálfleikur, leik lokið, rautt spjald og skoruð mörk.  Hægt er að skoða tölfræði fyrir hvern og einn leikmann. Þá er hægt að skoða hinar ýmsu fréttir af leikmönnum, hvort þeir muni spila eða ekki sem og fréttir af liðunum sjálfum. Með appinu kemur  þægilegt widget sem gerir notenda kleift að skoða stöðu leikja á upphafskjá Android síma.

Þegar leikir eru í gangi er hægt að lesa ýmis blogg um leikina sem getur gert óáhugaverða stund í leiknum að áhugaverðri stundu.

Þetta er hið fullkomna app til að hafa með leiknum í símanum eða á spjaldtölvunni hvort sem þið eruð að nota iPhone, Android, Windows Phone eða Blackberry síma og appið er frítt.

 

 

Appið í iTunes

Appið í Windows Phone

 

Simon.is á fleiri miðlum