Skelfir – Nýtt íslenskt app fyrir Android síma

Skelfir er nýtt íslenskt Android app sem fyrirtækið Reon Tech framleiðir.

Með appinu er hægt að fylgjast með jarðhræringum á Íslandi aftur í tímann. Appið er mjög einfalt en það sækir opinber gögn frá Veðurstofu Íslands og birtir þau bæði í lista og grafískt á korti. Að auki er svo hlekkur inn á vef Veðurstofunnar til þess að tilkynna um skjálftavirkni eða eldgos.

                        

Það er lítið hægt að setja út á appið nema kannski að stikan sem hægt er að færa til og sjá fjölda skjálfta er ekki útskýrð neins staðar. En þetta er fyrsta útgáfa af appinu  og verður líklega lagað fljótlega. Glæsilegt framtak frá íslensku sprotafyrirtæki!