Nokia Lumia 800 – nýr Windows Phone sími frá Nokia

Í síðustu viku á Nokia World ráðstefnunni voru nýjustu vörur Nokia kynntar. Áhugaverðasta símtækið var líklega Nokia Lumia 800 sem er sláandi líkur Nokia N9. Eini sjáanlegi munurinn í fljótu bragði er myndavélatakki á Lumia sem vantar á Nokia N9 og Windows takkarnir á framhlið Lumia sem gera skjáinn jafnframt minni en þann sem N9 skartar. Lumia 800 kemur til með að keyra á Windows Phone 7.5 (Mango) en N9 á MeeGo.

Mynd: GSM Arena

Helstu eiginleikar:

  • 3.7″ AMOLED skjár – 480×800 pixla upplausn
  • 1.4GHz Qualcomm örgjörvi
  • 16GB geymslurými
  • 512mb vinnsluminni
  • 8MP myndavél með Carl Zeiss linsu
  • FM útvarp
  • Windows Phone 7.5 stýrikerfi
Bæði Lumia 800 og N9 líta vægast sagt mjög vel út þó að Lumia sé kannski ekki heppilegasta nafnið á snjallsíma. Simon.is fékk Nokia N9 í hendurnar fyrir skömmu og munum við fjalla um símann á næstu dögum. Vonandi fáum við tækifæri til að fjalla líka um Lumia 800 því hönnun símans er mjög flott og Windows Phone stýrikerfið hefur verið að gera góða hluti með Mango. Við reiknum með því að Windows eigi eftir að verða mjög háværir á markaðnum komandi vikur og mánuði.
1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] samstarfs Windows og Nokia og hefur fengið feiknagóða dóma eftir útgáfu. Símon.is hefur fjallað heilmikið um gripinn undanfarið. Við sögðum frá því á dögunum að þessi sími hafi fengið verðlaun í Bretlandi og […]

Comments are closed.